Ásmundur Einar Daðason
Félags- og barnamálaráðherra XB
Í embætti mínu sem félags- og barnamálaráðherra hef ég á líðandi kjörtímabili lagt mikla áherslu á málefni barna. Börn eiga ekki að þurfa að búa við aðstæður sem gera það að verkum að þau fái ekki að vera börn. Barnið, og fjölskylda þess, á að vera miðja allrar þjónustu og öll þjónustukerfi eiga að tala saman og veita heildstæða þjónustu. Þjónustuna á einnig að veita áður en vandinn verður flóknari og yfirgripsmeiri en í upphafi. Snemmbær inngrip skipta höfuðmáli. Þröskuldar eiga að vera lægri, í ákveðnum tilfellum engir, og kerfin okkar verða að tala saman.
Þetta verkefni í málefnum barna hefur tekist vel og búið er að byggja góðan grunn undir nýtt og betra velferðarkerfi fyrir börn. Það sama má gera fyrir aðra hópa í samfélaginu, til að mynda eldra fólk. Þá vegferð vil ég hefja á komandi kjörtímabili nái ég kjöri en það hefur þegar sannað sig að slíkar breytingar eru mögulegar, þær skila árangri fyrir einstaklingana sem og samfélagið allt. Hvort sem er í betri líðan einstaklinga, andlegri og líkamlegri, sem og fjárhagslega.
Fjárfestum í fólki, samfélaginu öllu til heilla.
Við erum rétt að byrja!



Réttindi barna – Þjónustutrygging og jafnræði í þjónustu við börn.
- Framsókn ætlar að tryggja að öll börn njóti sömu réttinda til opinberrar þjónustu í anda nýrrar löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem mun fækka alvarlegum tilvikum. Eitt flóknasta viðfangsefni íslenskra stjórnvalda síðustu áratugi er sú staðreynd að börn hér á landi þurfa oft að bíða óhóflega lengi eftir greiningu eða þjónustu við mögulegum vanda. Oft er jafnvel um að ræða þekktan vanda sem þarfnast staðfestingar opinberra aðila til að geta hlotið nauðsynlega þjónustu.
- Framsókn ætlar að stytta biðlista eftir greiningarúrræðum, s.s. einhverfu, taugaþroskaröskunum, þroskahömlunum og geðrænum vanda með því að fjölga sérhæfðu starfsfólki og grípa fyrr inn í aðstæður barns til að koma í veg fyrir alvarlegan vanda.
- Framsókn vill að barnið sé ávallt í forgangi. Framsókn vill að komið verði á þjónustutryggingu, sem þýðir að ef einstaklingur fær ekki heilbrigðis- eða félagsþjónustu hjá hinu opinbera er honum vísað til einkaaðila, samanber danska módelið.
Framsókn vill að öll réttindi sem tengjast fullorðinsaldri verði virk við 18 ára aldur. - Framsókn vill styðja foreldra með því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Leita þarf leiða til þess að brúa bilið með lengingu fæðingarorlofs og stuðla að því að börn fái leikskólapláss fyrr. Einnig vill Framsókn tryggja styrki til foreldra sem ekki eru með börn hjá dagforeldri. Ríkið verður að leiða samtalið við Samtaka íslenskra sveitarfélaga og ná samkomulagi um að brúa þetta bil, sem margir foreldrar kljást við í dag.Jöfnum leikinn – Frístundastarf barna og íþróttastarf.
- Framsókn vill að ríkið styðji við frístundir barna með árlega 60 þúsund króna greiðslu til allra barna og lækka þannig útgjöld fjölskyldna vegna frístunda. Sýnt hefur verið fram á að tómstundir styrkja þroska barna, líkamlega og andlega, og ýta undir sjálfstæði þeirra og styrkja sjálfsmynd. Þessi aðgerð jafnar tækifæri barna til virkrar þátttöku í tómstundastarfi.
- Framsókn vill byggja nýja þjóðarleikvanga á næsta kjörtímabili í samstarfi við íþróttahreyfinguna.
Framsókn vill styðja betur við afreksíþróttafólk með auknum fjárframlögum til afrekssjóðs sérsambanda.
Framsókn vill auka framlög í ferðajöfnunarsjóð íþróttafélaga til að jafna aðstöðumun íþróttafólks á landsbyggðinni. - Framsókn vill styðja sérstaklega við íþróttafélög sem starfrækja meistaraflokka kvenna til að jafna fjárhagslegan mun milli karla- og kvennadeilda í afreksstarfi í hópíþróttum.
Húsnæðismál – Aukið framboð
- Framsókn vill að skipulags- og húsnæðismál séu í sama ráðuneyti til að auka skilvirkni þegar kemur að skipulagsmálum sveitarfélaga. Með því má stytta tímann sem þau taka, gera sveitarfélögum kleift að bregðast fyrr við lóðaskorti og tryggja nægilegt framboð af lóðum til húsbygginga á hverjum tíma.
- Framsókn vill auka framboð á almennum íbúðum fyrir öryrkja og fatlaða.
- Framsókn vill útfæra hlutdeildarlán fyrir fleiri hópa en fyrstu kaupendur. Þá er sérstaklega horft til eldra fólks og félagslega veikra hópa í samfélaginu.
- Framsókn leggur áherslu á að samræma umsóknargátt almennra og sérstakra húsnæðisbóta. Farið verði í heildarendurskoðun á húsnæðismálunum með það að leiðarljósi og finna leiðir til að hjálpa þeim verst stöddu.